Leikmanni Dortmund dreymir um að spila fyrir Man Utd

Sunday, October 14 2018

Leikmanni Dortmund dreymir um að spila fyrir Man Utd

Ingólfur Páll Ingólfsson Leikmanni Dortmund dreymir um að spila fyrir Man Utd Reus og Akanji á góðri stundu. Mynd: NordicPhotos Manuel Akanji, varnarmanni Borussia Dortmund dreymir um að spila fyrir Manchester United einn daginn. Akanji er 23 ára gamall og kom til Dortmund frá FC Basel í janúar. Hann hefur nú þegar tryggt sæti sitt í vörn liðsins og hefur verið traustur í upphafi tímabils. Þegar Marco Reus fór af velli gegn Nurberg var Akanji afhent fyrirliðabandið en hann hefur nú þegar sett sér hærri markmið. „Ég á mér stóra drauma. Að komast eins langt og hægt er í fótboltanum. Síðan ég var krakki hefur Manchester United verið minn uppáhalds klúbbur. Ég myndi vilja spila þar einn daginn. En núna er þetta ekki vandamál. Ég er ánægður hjá Dortmund og reyni að vera besta mögulega manneskjan utan vallar,” sagði Akanji. Akanji hefur spilað allar mínútur fyrir Dortmund í keppnisleikjum á þessu tímabili. Hann hefur að meðaltali náð 72 sendingum í leik í þýsku úrvalsdeildinni með 94,4% nákvæmni.