Wenger: Henry hefur burði til þess að ná árangri hjá Mónakó

Sunday, October 14 2018

Wenger: Henry hefur burði til þess að ná árangri hjá Mónakó

sun 14.okt 2018 07:00 Ingólfur Páll Ingólfsson Wenger: Henry hefur burði til þess að ná árangri hjá Mónakó Wenger er hrifinn af ráðningu Mynd: Thierry Henry var tilkynntur sem næsti þjálfari Mónakó á laugardaginn og hans fyrrum stjóri, Arsene Wenger segir sinn fyrrum leikmann vera frábæran kost í starfið. „Auðvitað er Henry góður kostur. Hann er mjög klár og skilur fótbolta mjög vel. Þess vegna hefur hann allt sem þarf eins og margir leikmenn á þessu stigi. En þegar þú byrjar þarftu að vera heppin líka. Hann þarf á góðu viðhorfi að halda og mun þurfa að fórna hlutum. Þú þarf að fórna öllu lífinu þínu,”